Lífið

Opnar sig um ástina en minnist ekki á óléttuna

visir/glamour
Scarlett Johansson, 29 ára, klæðist Lanvin galla á forsíðu Glamour tímaritsins þar sem hún opnar sig um ástina.  Leikkonan segir eftirfarandi um lífið eftir að hún skildi við leikarann Ryan Reynolds sem hún var gift í tæp þrjú ár: „Núna finnst mér eins og ég viti hvað það er ég sem þarfnast í sambandi og ekki síður hvað ég vil upplifa í sambandi.“

Scarlett ræðir ekki um meðgönguna í viðtalinu en hún á von sinu fyrsta barni með Frakkanum Romain Dauriac sem starfar sem blaðamaður. Parið trúlofaði sig í nóvember 2013 eftir stutt kynni.  Scarlett er ekki í giftingarhugleiðingum að eigin sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.