Lífið

Tom Ford genginn út

Ritstjórn Lífsins skrifar
Þrettán ára aldursmunur er á Richard Buckley og Tom Ford sem gengu í hjónaband á dögunum.
Þrettán ára aldursmunur er á Richard Buckley og Tom Ford sem gengu í hjónaband á dögunum. Vísir/GettyImages
Fatahönnuðurinn og tískumógullinn Tom Ford missti út sér opnun á Apple búð í London á dögunum að hann væri genginn út. 

Ford flaggaði giftingarhring sínum og sagðist hafa gengið að eiga maka sinn til 27 ára Richard Buckley í Bandaríkjunum á dögunum. 

Þeir eru búsettir i London ásamt syni sínum, Alexander John Buckley Ford, sem verður tveggja ára á árinu. 

Buckley og Ford kynntust þegar fatahönnuðurinn var 25 ára og á uppleið í tískugheiminum en Buckley er fyrrum tískuritstjóri Vogue Homme International. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.