Lífið

Aflýstu frumsýningu Noah vegna flóðs

Baldvin Þormóðsson skrifar
Russell Crowe fer með aðalhlutverkið í myndinni Noah.
Russell Crowe fer með aðalhlutverkið í myndinni Noah.
Kvikmyndaáhugamenn sem ætluðu sér á fyrstu sýningu Noah seinasta föstudag í Exeter kvikmyndahúsinu þurftu að leita annað þegar kvikmyndahúsinu var lokað vegna flóðs.

Þegar starfsmenn Exeter Vue kvikmyndahússins mættu til vinnu þá brá þeim heldur í brún þar sem flætt hafði úr gallaðri ísvél og út um allt kvikmyndahúsið.

Kvikmyndagestirnir fengu því ekki tækifæri til þess að horfa á myndina sem er einmitt byggð á biblíusögunni um Nóa og flóðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.