Lífið

Vill hætta í Biggest Loser

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Biggest Loser-þjálfarinn Jillian Michaels vill hætta sem þjálfari í raunveruleikaþáttunum. Þetta herma heimildir tímaritsins Us Weekly.

Heimildarmaður tímaritsins segir að Jillian sjái eftir því að hafa snúið aftur í þáttinn.

"Þeir mála hana sem skíthæl. Hún er eini kvenkyns þjálfarinn og hún er með vont orð á sér. Hún er þreytt á því að hún sé máluð sem vondi gaurinn."

Jillian hefur þjálfað í Biggest Loser síðan þátturinn var frumsýndur vestan hafst árið 2004. Hún tók sér stutta pásu árið 2006 en tók sér lengra hlé árið 2011 eftir að hún eignaðist tvíbura og vildi einbeita sér að fjölskyldunni. Tveimur árum síðar, í fyrra, sneri hún aftur í fjórtándu seríu.

Nú er fimmtándu seríu nýlokið en þyngdartap sigurvegarans Rachel Frederickson olli miklum óhug meðal margra, þar á meðal Jillian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.