Lífið

Litaði hárið grænt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Katy Perry frumsýndi nýja háralitinn sinn á Instagram í gær en hún er búin að lita hárið "slímgrænt" eins og hún orðar það sjálf.

Stílistinn Brant Mayfield og litafræðingurinn Nina Kairouz hjá hágreiðslustofu Chris McMillan í Los Angeles sáu um þessa umbreytingu á hári söngfuglsins.

Katy er svo sem vön því að breyta um háralit og hefur meðal annars litað hárið sitt fjólublátt, blátt og bleikt síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.