Lífið

Sjarmatröllið Georg stelur senunni

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Sjarmatröllið Georg stelur senunni í sinni fyrstu opinberu heimsókn.
Sjarmatröllið Georg stelur senunni í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Vísir/Gettyimages
Prins Georg fór í sína fyrstu opinberu heimsókn á dögunum er hann fylgdi foreldrum sínum, Vilhjálmi prins og Katrínu Hertogaynju af Cambridge, til Ástralíu og Nýja Sjálands.

Allra augu voru á þessum átta mánaða tilvonandi konungi Bretlands þegar hann var tekinn með á fund við tíu jafnaldra sína hjá The Royal New Zealand Plunket Society í Wellington. Búið var að skipuleggja hið svokallaða leikstefnumót (e.playdate) vel en þeir krakkar sem fengu boð til að hitta prinsinn voru öll fædd á svipuðum tíma og hann, í kringum 22.júlí 2013.

Prinsinn lék á alls oddi og heillaði alla viðstadda upp úr skónum.

Óhætt er að fullyrða að allra augu verða að litla prinsinum í þessari þriggja vikna heimsókn tilvonandi konungshjónanna hinum meginn á hnöttinn.

Eins og sjá má er Prins Georg mikið sjarmatröll og lék á alls oddi með jafnöldrum sínum í Wellington.

Prinsinn fékk bláan bangsa að gjöf sem honum leist vel á.

Breska þjóðin er mjög hrifin af prinsinum unga sem virðist heilla alla upp úr skónum.

Katrín hertogaynja af Cambrigde klæddist fallegum kjól frá Tory Burch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.