Lífið

Vinsamlegast deilið - týndur páfagaukur saknar eiganda síns

Ellý Ármanns skrifar
visir/símamynd Önnu Leu
„Fékk símtal frá nágrannanum í morgunsárið. Hann sagði að það væri páfagaukur á svölunum mínum. Ég tók greyið inn en veit ekkert hvað ég á að gera við hann! Einhver sem veit?“ skrifar Anna Lea Friðriksdóttir á Facebooksíðuna sína með meðfylgjandi mynd sem hún birti af páfagauknum sem hún fann í Laufbrekku í Kópavogi í morgun. 

Spurð hvernig páfagauknum líður svarar Anna: „Hann var dauðhræddur greyið en hann er rosalega rólegur. Hann hreyfði sig lítið en tísti og kom strax til mín og hoppaði beint upp á puttann á mér og vildi ekki fara þaðan. Hann hefur það mjög gott. Hann er í heimtilbúnu dótakassabúri með seamfræ og vatn.“ 

Ef einhver þekkir Pésa er hann beðinn um að hafa samband við Önnu í síma 695-5362.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.