Lífið

Nakin á forsíðu Rolling Stone

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Julia Louis-Dreyfus prýðir forsíðu timaritsins Rolling Stone alsnakin. Á forsíðumyndinni heldur hún höndunum fyrir brjóst sín og á bakinu er hún með gervi húðflúr.

Julia gerði garðinn fyrst frægan í gamanþáttunum Seinfeld og hefur síðan árið 2012 slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Veep. Hún segist hafa fundið fyrir kynjamisrétti í Hollywood síðan á níunda áratugnum en lætur það ekki angra sig.

„Kynjamisrétti er til staðar - ég ætla ekki að neita því. En ég neita þeim áhrifum sem misréttið hefur á mig. Ég gef því engan gaum og segi bara: Farðu frá."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.