Innlent

Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
„Ef þetta er rétt, er þetta í fyrsta sinn í áratugi sem slíkt atvik kemur upp. Ég veit ekki til þess að svona atvik hafi komið upp áður,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkur um það að lögregla rannsaki hvort sorphirðumenn hafi reynt að brjótast inn til Heiðars Helgusonar.

„Þetta er vonandi misskilningur og vonandi mun rannsókn lögreglu leiða það í ljós.“

Sorpgeymslur eru oft læstar og sorphirðumenn eru með lykla að mörgum þeirra í bílum sínum. Bjarni segir umræddan starfsmann hafa verið nýjan og ekki þekkt til á svæðinu. „Líklega fór hann til baka til að ná í lykla og prófa þá á hurð,“ segir Bjarni.

„Ef þetta er satt þá þurfti heill hópur manna ásamt bílstjóra, menn sem eru sumir hverjir búnir að vinna í áraraðir hjá borginni að taka sig saman um innbrot,“ segir Bjarni, sem finnst mjög ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×