Lífið

Syngur Vesalingana sem Wolverine

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Hugh Jackman fór á kostum í The Matt Edmondsson Show á útvarpsstöð BBC 1 þegar hann þandi raddböndin hressilega.

Hugh söng lagið Who Am I úr Vesalingunum sem ofurhetjan Wolverine úr X-Men myndunum til að plögga kvikmyndina X-Men: Days of Future Past.

Hugh lék einmitt Jean Valjean í kvikmyndinni Vesalingarnir sem frumsýnd var árið 2012. Því átti hann í litlum erfiðleikum með lagið sjálft þó textinn væri oft á tíðum sprenghlægilegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.