Lífið

Útilokar ekki að byrja með konu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan Miranda Kerr talar mikið um kynlíf og skilnaðinn við leikarann Orlando Bloom í nýjasta hefti tímaritsins GQ.

„Ég er öruggari að biðja um hluti sem ég hef unun af eftir því sem ég verð eldri. Ég hef tekið eftir því að líkami minn er ekki eins tónaður því ég stunda minna kynlíf,“ segir Miranda.

„Það var gott samband á milli mín og Orlando. Einnar nætur gaman er ekki fyrir mig. Ég lét Orlando bíða í sex mánuði áður en ég kyssti hann,“ bætir Miranda við sem á soninn Flynn með Orlando.

„Ég er að deita. Ég elska það. Tveir hamingjusamir foreldrar eru betri en tveir óhamingjusamir foreldrar. Þetta er minn tími til að kanna og hafa gaman. Ég ætla ekki að verða ástfangin strax.“

Miranda útilokar ekki að byrja með konu.

„Ég kann að meta bæði karlmenn og konur. Ég vil kanna ókunn svæði. Aldrei að segja aldrei.“

Eggjandi.
Forsíðan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.