Lífið

Vilt þú vinna miða á Hlustendaverðlaunin á morgun?

Saga Garðarsdóttir og Sveppi
Saga Garðarsdóttir og Sveppi
Lífið á Vísi ætlar að gefa fimm heppnum lesendum miða á Hlustendaverðlaunin sem fara fram í Háskólabíói annað kvöld, þann 21. mars.

Til þess að vinna miða verða lesendur Vísis að láta sér líka við Facebook-síðu Lífsins á Vísi. Fimm heppnir lesendur verði svo dregnir úr potti og boðið á verðlaunin, ásamt gesti.

Hlustendaverðlaunin verða afhent í kraftmiklu og spennandi tónlistarpartýi í Háskólabíói, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2.

Hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 hafa þegar kosið á Vísir.is um hvað stóð upp úr á síðasta ári í íslenskri tónlist.

Fjölmörg tónlistaratriði eru á dagskrá kvöldsins og á meðal þeirra sem koma fram eru Kaleo, Emilíana Torrini, Lay Low, Skálmöld, Jón Jónsson, Dikta,  Leaves, Friðrik Dór, Steindi JR og Bent.

Kynnar kvöldsins verða Sverrir Þór Sverrisson og Saga Garðarsdóttir. Kosið er um söngvara ársins, söngkonu ársins, flytjanda ársins, myndband ársins, lag ársins, plötu ársins, nýliða ársins og erlenda lag ársins.

Miðasala á Hlustendaverðlaunin fer fram hér. Takmarkað magn miða er í boði og miðaverð er 2500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.