Lífið

Rokkstjörnur á forsíðu Lífsins

Marín Manda skrifar
Katrína Mogensen, Alexandra Baldursdóttir og Ása Dýradóttir prýða forsíðu Lífsins á morgun, en þær eru meðlimir íslensku sveitarinnar Mammút, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna undanfarið.

„Það er eiginlega ekki hægt að lifa á tónlistinni einni og sér. Maður þarf að vera svolítið mikið stór eins og Bubbi,“ segir Katrína.

„Þetta er afburða gamaldags hugsunarháttur hér á Íslandi og við erum mjög eftir á. Þessi tugga að listamenn þurfi endalaust að svara fyrir sig og vera í einhverri vörn að vera listamaður getur orðið örlítið þreytandi. Kannski er það vegna þess að listin skilar ekki inn augljósum peningum inn í þjóðarbúið. Tónlist og list almennt skilar þó af sér fullt af pening fyrir efnahaginn,” segir Katrína.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.