Lífið

Lífið mælir með Theyallhateus.com, Travis Eliot og EOnline

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Ef þú ert að leita að spennandi jóga upplifun á netinu, tískutengdu efni eða langar að fylgjast grannt með fræga fólkinu eru þessir samskiptamiðlar eitthvað fyrir þig.

Lífið tók saman nokkrar áhugaverðar síður sem vert að kíkja nánar á.



Bloggarinn

Elle Ferguson og Tash Sefton

Theyallhateus.com

Áströlsku vinkonurnar Elle Ferguson og Tash Sefton deila ástríðu fyrir tísku og lífsstíl og ákváðu að stofna blogg eftir að hafa eytt miklum tíma í að fylla tölvupósthólf hvor annarrar af myndum til innblásturs.

Báðar eru þær með puttana á púlsinum hvað varðar tísku og nota bloggið til að miðla þeim áhuga til lesenda. Skemmtilegt blogg sem er stútfullt af myndum af smart fatnaði og öðru fögru fyrir augað. 

 

Facebook

Travis Eliot

facebook.com/pages/Travis-Eliot/84166116197

Hann er ekki bara í hörkuformi og predikar kærleik og innri ró. Travis Eliot er jógakennari sem er orðinn áberandi vestan hafs. Facebook-síða hans fær þig til þess að vilja gera betur í dag en í gær og byrja að lifa heilsusamlegra lífi.

Reglulega birtir hann myndbönd af jógaæfingum en fyrir stuttu hvatti hann aðdáendur sína til að fara að huga að því að komast í form fyrir sumarið með hörðum æfingum fyrir magasvæðið.



Instagram

EOnline

Instagram.com/eonline

Fáðu nýjasta slúðrið frá Hollywood beint í æð með því að fylgjast með slúðurmiðlinum E! á Instagram. Þau eru mjög virk á Instagram og „bak-við-tjöldin“ myndir frá viðtölum, rauða dreglinum og af stjörnunum birtast á hverjum degi. Skemmtileg afþreying í dagsins önn.

Pinterest

Fosshotel-Around Iceland

Pinterest.com/fosshotel/honnunarherbergid-2014

Fylgstu með útskrifuðum hönnuðum úr Listaháskólanum sem munu á næstu vikum etja kappi í hönnunarsamkeppni þar sem þeir umbreyta hótelherbergjum á Fosshóteli Lind í Reykjavík.

Fjögur tveggja manna lið vinna að endurhönnum á fjórum herbergjum. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með ferlinu á Pinterest-síðu verkefnisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.