Spá fullkomnum stormi krísna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. mars 2014 20:43 Loftslagsbreytingar af manna völdum, hnattræn misskipting auðs og aukin hagnýting auðlinda jarðar koma til með hafa gífurleg áhrif á samfélag manna á næstu áratugum. Þetta er kemur fram í rannsóknarniðurstöðum bandarískra vísindamanna. Sagnfræðingur segir viðvörunarbjöllurnar sannarlega klingja en ítrekar að þeir sem trúi á drauga, sjái drauga. Rannsóknin var unnin af hópi náttúru- og félagsvísindamanna en fjármögnuð af rannsóknarmiðstöð Goddard hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Í rannsókninni draga vísindamennirnir upp mynd af einskonar fullkomnum stormi krísna sem þeir telja að geti rifið í sundur sjálft iðnaðarsamfélagið. Hugmyndir og fullyrðingar um hrun stórvelda eða iðnaðarsamfélag eru ávallt umdeildar og sannarlega á jaðrinu. Markmið rannsóknarinnar var að taka saman söguleg gögn og staðreyndir sem sýna fram á að ferli hruns og uppbyggingar samfélaga hefur endurtekið sig margoft í mannkynssögunni. Snarbratt hrun er í raun algengt. Vísindamennirnir undirstrika nokkrar staðreyndir máli sínu til stuðnings. Þar sem viðmiðunarárið er 2030. Fólksfjölgun er rót vandans. Við erum 7 milljarðar í dag en árið 2030 er gert ráð fyrir að við verðum vel yfir átta milljarðar. Mikil eftirspurn eftir vatni fylgir þessari þróun. Gert er ráð fyrir að bilið milli framboðs vatns og eftirspurnar verði fjörutíu prósent eftir sextán ár. Minni uppskera og óstöðugur landbúnaður sem fylgir loftslagsbreytingum mun í þokkabót keyra upp matvælaverð sem aldrei fyrr. Það mun tvöfaldast fyrir árið 2030. Rannsakendur benda á fimm birtingarmyndir aukins álags á auðlindir okkar. Álag á matvæla- og landbúnaðarframleiðslu, aukin eftirspurn eftir hreinu vatni, stóraukin eftirspurn eftir orku, harðnandi samkeppni um málma og steinefni og að lokum hert stefna þjóða þegar kemur að vernd eða einokun auðlinda.Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.VÍSIR„Kiljan sagði að ef þú trúir á drauga, þá sérð þú drauga,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. „Ég er ekki sannfærður um þeir hafi rétt fyrir sér í þessum niðurstöðum.“ „Það er auðvelt að líta kringum sig og sjá viðvörunarbjöllurnar klingja. Vissulega hafa stórveldi og samfélög fallið í gegnum tíðina.“ Guðni ítrekar að mannskepnan hafi aðlagast breyttum aðstæðum, þó með mismiklum árangri. „Vissulega falla samfélög fyrir gerðir mannanna. Og þau munu gera það áfram. En eins og hagfræðingurinn sagði „sé litið til lengri tíma þá látum við öll lífið“. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Loftslagsbreytingar af manna völdum, hnattræn misskipting auðs og aukin hagnýting auðlinda jarðar koma til með hafa gífurleg áhrif á samfélag manna á næstu áratugum. Þetta er kemur fram í rannsóknarniðurstöðum bandarískra vísindamanna. Sagnfræðingur segir viðvörunarbjöllurnar sannarlega klingja en ítrekar að þeir sem trúi á drauga, sjái drauga. Rannsóknin var unnin af hópi náttúru- og félagsvísindamanna en fjármögnuð af rannsóknarmiðstöð Goddard hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Í rannsókninni draga vísindamennirnir upp mynd af einskonar fullkomnum stormi krísna sem þeir telja að geti rifið í sundur sjálft iðnaðarsamfélagið. Hugmyndir og fullyrðingar um hrun stórvelda eða iðnaðarsamfélag eru ávallt umdeildar og sannarlega á jaðrinu. Markmið rannsóknarinnar var að taka saman söguleg gögn og staðreyndir sem sýna fram á að ferli hruns og uppbyggingar samfélaga hefur endurtekið sig margoft í mannkynssögunni. Snarbratt hrun er í raun algengt. Vísindamennirnir undirstrika nokkrar staðreyndir máli sínu til stuðnings. Þar sem viðmiðunarárið er 2030. Fólksfjölgun er rót vandans. Við erum 7 milljarðar í dag en árið 2030 er gert ráð fyrir að við verðum vel yfir átta milljarðar. Mikil eftirspurn eftir vatni fylgir þessari þróun. Gert er ráð fyrir að bilið milli framboðs vatns og eftirspurnar verði fjörutíu prósent eftir sextán ár. Minni uppskera og óstöðugur landbúnaður sem fylgir loftslagsbreytingum mun í þokkabót keyra upp matvælaverð sem aldrei fyrr. Það mun tvöfaldast fyrir árið 2030. Rannsakendur benda á fimm birtingarmyndir aukins álags á auðlindir okkar. Álag á matvæla- og landbúnaðarframleiðslu, aukin eftirspurn eftir hreinu vatni, stóraukin eftirspurn eftir orku, harðnandi samkeppni um málma og steinefni og að lokum hert stefna þjóða þegar kemur að vernd eða einokun auðlinda.Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.VÍSIR„Kiljan sagði að ef þú trúir á drauga, þá sérð þú drauga,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. „Ég er ekki sannfærður um þeir hafi rétt fyrir sér í þessum niðurstöðum.“ „Það er auðvelt að líta kringum sig og sjá viðvörunarbjöllurnar klingja. Vissulega hafa stórveldi og samfélög fallið í gegnum tíðina.“ Guðni ítrekar að mannskepnan hafi aðlagast breyttum aðstæðum, þó með mismiklum árangri. „Vissulega falla samfélög fyrir gerðir mannanna. Og þau munu gera það áfram. En eins og hagfræðingurinn sagði „sé litið til lengri tíma þá látum við öll lífið“.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira