Lífið

Nokkur sæti laus á sunnudag - kitlaðu hláturtaugarnar

Ellý Ármanns skrifar
Fólk fer heim bæði hlæjandi og vel satt af góðum, þrírétta matseðli sem boðið er upp á í leiksýningunni að sögn Guðbjarts.
Fólk fer heim bæði hlæjandi og vel satt af góðum, þrírétta matseðli sem boðið er upp á í leiksýningunni að sögn Guðbjarts.
Nú hefur leiksýningin og matarboðið Faulty Towers verið sýnd tvisvar sinnum í Iðnó fyrir fullu húsi.  Sýningin, sem fram fer á ensku, hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi.  Um er að ræða margrómaða verðlaunaleiksýningu sem hefur farið sigurför um allan heim sem byggir á hinum frábæru sjónvarpsþáttum Faulty Towers. 

,,Það er uppselt í kvöld, laugardag, en enn eru til einhverjir miðar á morgun, sunnudag," segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur að sýningunni.

Sýningin hefur fengið frábæra dóma víðs vegar um heiminn.
Hvernig fer þetta fram? ,,Þú kemur í mat í leikhússal Iðnó og færð frábæran þriggja rétta málsverð ásamt því að kitla hláturtaugarnar allsvakalega en á meðan á borðhaldi stendur mun hinn stórskrýtni Basil, ásamt konu sinni, Sybil og þjóninum frá Barcelona, Manuel þjóna gestum á sinn einstaka hátt," segir Guðbjartur.

Sýningin á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.