Innlent

Ferðamennirnir heilir á húfi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
Ferðamennirnir tveir sem voru í sjálfheldu í Esju eru fundnir og komnir um borð í þyrlu LHG á leið til Reykjavíkur. Þeir eru heilir á húfi en þeir voru ekki útbúnir til göngu að vetrarlagi í brattlendi.

Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins voru ræstar út en alls tóku um þrjátíu manns þátt í aðgerðinni.

Veðrið á svæðinu var gott en töluverð snjóflóðahætta var og höfðu björgunarsveitarmenn séð nokkur snjóflóð í fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×