Innlent

Bjórþyrstur þjófur á ferð

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögregla handtók þjófinn, sem var undir áhrifum áfengis, en síðar kom í ljós að hann hafði komið akandi á vettvang.
Lögregla handtók þjófinn, sem var undir áhrifum áfengis, en síðar kom í ljós að hann hafði komið akandi á vettvang.
Þjófur braut sér leið um bakdyr á veitingastað í austurborginni í nótt. Lögregla fékk vitneskju um málið laust fyrir klukkan þrjú, en öryggisverðir stóðu þjófinn að verki þar sem hann var búinn að taka talsvert af bjór til handargagns.

Lögregla handtók þjófinn, sem var undir áhrifum áfengis, en síðar kom í ljós að hann hafði komið akandi á vettvang, þannig að hann verður líka kærður fyrir ölvunarakstur. Hann var vistaður í fangageymslu.

Annars var rólegt á höfuðborgarsvæðinu nema hvað einn ökumaður var tekinn úr umferð vegna ölvunaraksturs og annar vegna aksturs undir áhrifum fíknienfna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×