Lífið

Sjaldséðar myndir úr einkalífinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Adele er ein þekktasta söngkona heims en hún hefur ávallt passað uppá einkalíf sitt og ekki opnað sig mikið í fjölmiðlum.

Breyting var á því á laugardaginn þegar hún birti mynd á Twitter sem var samansett úr fjórum myndum úr einkalífi hennar.

Allar myndirnar tengdust vatni á einhvern hátt og gerði Adele þetta til að vekja athygli á World Water Day en markmið dagsins er að gefa öllum jarðarbúum kost á að fá aðgengi að hreinu vatni.

Á myndunum sést Adele ómáluð fá sér kaffisopa, Angelo, sautján mánaða sonur hennar, teygja sig í bollann sinn, fiskabúr og vatnskrani.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.