Lífið

Modern Family-hús til sölu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Húsið sem margir þekkja sem heimili Claire og Phil Dunphy í sjónvarpsþáttunum Modern Family er komið á sölu en ásett verð er 2,35 milljónir dollara, tæplega 270 milljónir króna.

Húsið er staðsett í Cheviot Hills-hverfinu í Los Angeles.  

Núverandi eigandi hússins, Paul Chiames, fær borgað í hvert sinn sem húsið er notað í þáttunum en þættirnir hafa aldrei verið teknir upp innan veggja hússins.

Talsvert áreiti fylgir því að eiga húsið samt sem áður því fjölmargir aðdáendur heimsækja það á ári hverju og stilla sér upp fyrir framan það fyrir myndatöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.