Lífið

Sykur = eitur?

Ellý Ármanns skrifar
visir/getty
Á vefsíðunni Betri næring má finna áhugaverðan pistil um sykurneyslu. Þar er spurt hvort sykur sé eitraður og hvort það sé hann sem veldur offitufaraldrinum.  

Í myndbandinu hér neðst í greininni fjallar Andreas Eenfeldt, betur þekktur sem Diet Doctor, um sykur.  Um er að ræða 18 mínútna kynningu um orsakir offitufaraldursins. Myndin kynnir óvin sykuriðnaðarins númer eitt, prófessor Robert Lustig. Einnig birtist vísindarithöfundurinn Gary Taubes og offitusérfræðingurinn prófessor Michael Crowley í myndbandinu.

Eftirfarandi kemur fram í myndbandinu:

Lágfitu, mikill sykur

Misráðnum ráðleggingum um lágfitumataræði er kennt um aukna sykurneyslu. Til dæmis inniheldur lágfitu majones sex sinnum meiri sykur en venjulegt majones. Og við skulum ekki einu sinni ræða um sætt, lág-fitu jógúrt. “Þú getur alveg eins borðað nammi” segir prófessor Crowley.

Sykur er falinn alls staðar í dag, segir Lustig: Nánast hver einasta fæða sem er með innihaldslýsingu á umbúðunum, inniheldur einhvers konar sykur. Já, og … fékkstu þér glas af ávaxtasafa í morgun? Ef þú gerðir það, þá eldistu sjö sinnum hraðar.

Kolvetni – > insúlín – > fita

Hvað er vandamálið með kolvetni? Of mikið af slæmum kolvetnum (eins og gosi) leiða auðveldlega til seytingar mikils magns insúlíns, sem lætur líkamann geyma meiri fitu. Að reyna að stjórna þyngd þinni – bara með því að borða minna og æfa meira – í þeirri stöðu verður líf þitt – stöðug barátta upp í móti. Að lokum tapa nær allir.

Ásakar matvælaiðnaðinn

Myndin endar á því að leggja ábyrgðina á offitufaraldrinum á herðar matvælaiðnaðarins. Þó að það sé að hluta til satt, þá getum við ekki búist við að þeir leysi vandamálið. Það mun aldrei gerast.

Meiri upplýsingar um sykurneyslu  - sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.