Lífið

Selfie-tískan búin? Sleeveface er það sem koma skal

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Platan Silk Degrees með Boz Scaggs.
Platan Silk Degrees með Boz Scaggs.
Svo virðist sem nýjasta æði internetsins séu svokallaðar sleeveface-myndir. Gengur fyrirbærið út á það að taka myndir af umslögum klassískra vínylplatna þannig að þær falli fullkomlega inn í umhverfi ljósmyndarinnar.

Netverjar hafa tekið margar vel heppnaðar sleeveface-myndir og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir ofan og neðan. Enn bíður fréttastofa Vísis þó eftir íslenskum sleeve-face myndum og eru áhugasamir hvattir til að senda þær á ritstjorn@visir.is.

Er ekki tilvalið að draga fram Mannakornsplöturnar, Gunnar Þórðarson og Björk og leyfa ímyndunaraflinu að ráða för?

Innri kápa plötunnar Nightflight To Venus með Boney M.
You Could Have It So Much Better með Franz Ferdinand.
I Get Wet með Andrew W.K.
Fleiri myndir má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.