Innlent

„Ég hlusta á hvað fólkið segir, en þetta er ákvörðun ríkisstjórnarinnar með mikið pólitískt umboð“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gunnar Bragi fór snemma af fundinum en svaraði spurningum og hélt ræðu, á meðan hann var staddur í Hörpu.
Gunnar Bragi fór snemma af fundinum en svaraði spurningum og hélt ræðu, á meðan hann var staddur í Hörpu. Vísir/KJ
„Ég virði fólkið sem mótmælir á Austurvelli. Það er einn helsti réttur fólks í lýðræðisríkjum að mega mótmæla. Ég hlusta á hvað fólkið segir, en ég hef sagt áður að þetta er ákvörðun ríkisstjórnarinnar með mikið pólitískt umboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson á fundi sameiginlegum fundi þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandins rétt í þessu.

Gunnar Bragi var spurður út í fjölda mála sem tengjast þingsályktunartillögu hans að draga aðildarumsóknina til baka.

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, spurði hann af hverju væri þessi asi að draga umsóknina til baka. 

Gunnar Bragi svaraði: „Ef einhver asi væri á málinu, þá hefðum við dregið umsóknina til baka síðasta sumar.“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, benti á að 53 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja ESB-málið í þjóðaratkvæði. 

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, svaraði því þannig að undirskriftalistarnir hefðu enga formlega stöðu í þessu máli og væru skipulagðir af hagsmunaaðilum.


Tengdar fréttir

Græðgi klúðraði makríldeilunni

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og stjórnmálafræðingur, ræddi ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum Íslendinga við ESB, Norðmenn og Færeyinga í makríldeilunni í Stóru málunum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×