Lífið

Í frí með fyrrverandi

Ritstjórn Lífsins skrifar
Alicia Keys fer í frí með eiginmanni sínum og fyrrum eiginkonu hans.
Alicia Keys fer í frí með eiginmanni sínum og fyrrum eiginkonu hans. Vísir/Getty
Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar, Swizz Beatz, er núna í fríi með fyrrum eiginkonu hans, Mashonda

Beatz, sem heitir Kasseem Dean, og Mashonda voru gift á árunum 2004 -2008 og eiga eitt barn saman. Eftir skilnaðinn sakaði Mashonda hann um að hafa verið að halda framhjá sér með Keys og var allt í háalofti á milli þeirra í nokkur ár. 

Nú virðist allt vera fallið í ljúfa löð en öll hersingin var mynduð á dögunum á ströndinni á St. Bartz. 

Keys og Beatz giftu sig árið 2010 og eiga einn son saman. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.