Lífið

Mamma hjartaknúsara látin úr krabbameini

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Amanda Dempsey, móðir leikarans Patrick Dempsey, lést í gær, mánudag, eftir áralanga baráttu við krabbamein í eggjastokkum. Amanda var 79 þegar hún lést og greindist fyrst með sjúkdóminn árið 1997.

Patrick, ásamt systrum sínum Mary og Alicia, stofnaði miðstöð þar sem krabbameinssjúklingar geta leitað sér upplýsinga og aðstoðar fyrir sex árum í Lewiston í Bandaríkjunum þar sem þau ólust upp. Er miðstöðin tileinkuð móður þeirra. Öll þjónusta í miðstöðinni er ókeypis.

Patrick, sem leikur lækninn Derek Sheperd í þáttunum Grey's Anatomy, hefur ekki tjáð sig um andlát móður sinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.