Lífið

Anthony Hopkins heldur lofræðu um Ísland

Anthony Hopkins ásamt eiginkonu sinni, Stella Arroyave, en hún dvaldi einnig hér á landi
Anthony Hopkins ásamt eiginkonu sinni, Stella Arroyave, en hún dvaldi einnig hér á landi Vísir7Getty
„Ísland er fallegt land, stórfenglegt og mikilfengið, stórbrotið jafnvel. Ég hef aldrei séð neitt Íslandi líkt,“ segir stórleikarinn Anthony Hopkins meðal annars í meðfylgjandi myndbandi, en hann var staddur hér á landi sumarið 2012 við tökur á stórmynd leikstjórans Darrens Aronofsky, Noah, sem sýnd verður í lok mánaðarins í kvikmyndahúsum vestanhafs.

Anthony Hopkins leikur burðarhlutverk í myndinni, en eiginkona hans, Stella Arroyave, var einnig með í för ásamt lítilli frænku hjónanna. Þau dvöldu lengst af á hótel Nordica við Suðurlandsbraut á meðan á Íslandsdvölinni stóð.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.