Innlent

Leggur til að námslán falli niður við 67 ára aldur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ef ævitekjur eru tiltölulega lágar er lífeyrir fólks jafnframt lágur og því eru greiðslur fyrir þann hóp verulega íþyngjandi.
Ef ævitekjur eru tiltölulega lágar er lífeyrir fólks jafnframt lágur og því eru greiðslur fyrir þann hóp verulega íþyngjandi. VÍSIR/GVA
Lagt er til að námslán falli niður við 67 ára aldur samkvæmt nýju frumvarpi, til breytinga á lögum um lánasjóð íslenskra námsmanna, sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, dreifði á Alþingi í gær.

Árlegar greiðslur af námslánum eru ákveðið hlutfall af tekjum fólks segir í tilkynningu frá Sigríði vegna málsins. Þeir sem hafi tiltölulega lágar tekjur geti því lent í því að greiða af námslánunum þrátt fyrir að þátttöku á vinnumarkaði sé lokið.

Ef ævitekjur eru tiltölulega lágar er lífeyrir fólks jafnframt lágur og því eru greiðslur fyrir þann hóp verulega íþyngjandi. Þær nemi um heilum mánaðarlegum ráðstöfunartekjum á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×