Lífið

Rekur ísbúð á Benidorm - saknar ömmubarnanna

Ellý Ármanns skrifar
Helga og Kristín í ísbúðinni sem þær reka á Spáni.
Helga og Kristín í ísbúðinni sem þær reka á Spáni. mynd/einkasafn Helgu
Helga Thorberg leikkona býr á Spáni þar sem hún rekur ísbúð við Levante ströndina á Benidorm. Við heyrðum stuttlega í Helgu sem saknar ömmubarnanna sinna.

„Eigendurnir eru íslenskir.  Ég sé um að reka ísbúðina með Kristínu Bergmann sem hefur búið hér á Benidorm í nokkur ár,“ segir Helga.

Af hverju fluttir þú til Spánar? „Það er alltaf gott að breyta til, upplifa eitthvað nýtt, fara út úr þægindarammanum og takast á við nýjar áskoranir.

Þegar talið berst að göllum og kostum að búa erlendis segir Helga: „Kostirnir við að búa á Spáni eru þó nokkrir. Ég þarf ekki að skafa snjó af bílrúðunum á morgnana, gott veður, sjarmerandi strandborg, annar menningarheimur og tungumál.“

„Gallarnir við að búa hér er að vera fjarri vinum og fjölskyldu. Ég missi af að sjá ömmubörnin mín stækka og þroskast, svo það er ömmuskortur á báða bóga en vonandi get ég bætt okkur öllum það upp síðar. Þau hafa þá víðsýnni og reynslumeiri ömmu til þess að liðsinna sér og uppfræða í framtíðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.