Lífið

Hættur að drekka og deita

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Liam Neeson prýðir forsíðu tímaritsins GQ. Nú eru fimm ár síðan eiginkona hans Natasha Richardson lést og hann segir hafa breytt ýmsu í einkalífi sínu eftir andlát hennar.

„Ég drakk of mikið. Það byrjaði þegar eiginkona mín dó. Pinot Noir-rauðvín: ég drakk það eingöngu. Mig langaði aldrei í sterkt vín. Og ég hætti í Guinness fyrir mörgum árum,“ segir Liam sem tók ákvörðun um að hætta að drekka í fyrra. 

„Það er æðislegt. Ég elska það.“

Hann segist líka ekki deita þessa dagana.

„Ég er ekki á veiðum,“ segir leikarinn sem einbeitir sér að uppeldi sona sinna sem eru sautján og átján ára.

James Bond-fílíngur á forsíðunni.
Hættur að drekka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.