Lífið

Skilin eftir sextán ára hjónaband

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Kántrísöngvarinn Trace Adkins er skilinn við eiginkonu sína til sextán ára, Rhondu

Rhonda vill fá forræði yfir dætrum þeirra þremur - MacKenzie, Brianna og Trinity. Þá vill hún einnig að Trace borgi henni meðlag og allan lögfræðikostnað.

Árið hefur ekki verið gott hjá Trace sem fór í meðferð í janúar á þessu ári en hann hefur glímt við áfengisfíkn um langt skeið.

Hann lauk meðferð í febrúar og flaug til Louisiana en þá var faðir hans Aaron orðinn fárveikur. Hann lést nokkrum dögum síðar, 71 árs að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.