Umfjöllun: Frakkland - Ísland 25-19 | Kaflaskiptur leikur íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir. Vísir/Valli Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita