Innlent

Sigmundur Davíð segir aðgerðir Rússa á Krímskaga geta spillt samstarfi í Norðurskautsráðinu

Vladímír Pútín Rússlandsforseti.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/Getty
Aðgerðir Rússa á Krímskaga gætu skemmt fyrir alþjóðlegri samvinnu í Norðurskautsráðinu. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra en vitnað er til orða hans í kanadískum miðlum eftir heimsókn hans til Edmonton.

Kanada fer nú með formennsku í ráðinu og sagði Sigmundur á blaðamannafundi í Edmonton í gær að yfirgangur Rússa gagnvart Úkraínu gæti gert það erfiðara fyrir þau átta lönd sem aðild eiga að ráðinu að komast að samkomulagi. Það væri sérstakt áhyggjuefni nú þar sem mörg mikilvæg álitamál bíði úrlausnar hvað svæðið varðar.

Sigmundur Davíð skellti sér meðal annars á hokkíleik í ferð sinni til Edmonton.visir/FBJ
Sigmundur sagðist þó ekki telja að ástandið í Úkraínu muni hafa áhrif á samstarfið þegar í stað, en hegðun Rússa í garð nágrannaríkja sinna væri vissulega áhyggjuefni. Í kanadíska blaðinu The Star er bent á að Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði einnig bent á þetta mögulega vandamál í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×