Lífið

"Mér finnst ég ekki vera góð leikkona"

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Drew Barrymore hefur verið í leiklistarbransanum síðan hún var þriggja ára en í nýlegri grein í New York Times þakkar hún leikstjóranum og guðföður sínum, Steven Spielberg fyrir góð ráð sem hann gaf henni.

"Steven sagði við mig: Ekki leika karakterana þína. Vertu karakterarnir þínir," segir Drew og bætir við að hún sé ekkert sérlega góð í listinni.

"Mér finnst ég ekki vera góð leikkona. Mér finnst þetta vera gervilegt og ógeðslegt og það er ekki satt. En ef maður vinnur vinnuna sína og gerir þetta persónulegt þá verður maður sú manneskja og þetta verður þinn sannleikur og allt í kringum þig hverfur. Þá er maður að segja sannleikann, ekki að ljúga og það er ekkert gervilegt.

Ég veit ekki hvort ég hefði náð langt án þessara ráðlegginga. Ég er ekki leikkona. Ég er að þykjast."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×