Lífið

Háir hælar á hlaupabretti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kryddpían og fatahönnuðurinn Victoria Beckham er búin að finna það út hvernig maður samræmir vinnu og hreyfingu.

Hún setti mynd af Twitter af sér þar sem hún frumsýndi nýja skrifborðið sitt sem er tengt við hlaupabretti.

„Allar skrifstofur ættu að vera búnar einu svona, æfa og vinna á sama tíma!! Snilld!!“ skrifaði Victoria við myndina.

Ekki kemur á óvart að Victoria er í himinháum hælum á myndinni og líklegast ekki ráðlegt fyrir hana að hlaupa mikið á þeim.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.