Innlent

Sveifluðu banönum við Stjórnarráðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Á milli tíu og fimmtán manns mættu vopnaðir banönum fyrir utan Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund í morgun.

Mótmælendur stilltu sér upp beggja vegna gangstéttarinnar upp að húsinu og héldu banönum á lofti. Voru þeir að krefjast þess að landsmenn fengju að kjósa um samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið og ófaglegum ráðningum í ráðuneytum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mætir á fundinn. Vísir/Sigurjón


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.