Innlent

Samkeppni í samfélagsaðstoð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fæstir bíða spenntir eftir skilum á skattframtali.
Fæstir bíða spenntir eftir skilum á skattframtali. Vísir/Stefán
Meistaranemar í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands munu veita ókeypis ráðgjöf á morgun um hvernig standa eigi að framtalsskilum á skatti.

Lögfræðinemar við Háskóla Íslands standa fyrir Skattadeginum þar sem veitt aðstoð er í samstarfi við Deloitte. Um árvissan viðburð er að ræða.

Meistaranemar í lögfræði, sem hafa lokið námi í skattaréttarkúrsum, taka á móti almenningi í Lögbergi auk þess sem sérfræðingar Deloitte verða á staðnum.

Þá munu nemendur á þriðja, fjórða og fimmta ári í lögfræðiþjónustu Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík, sem lokið hafa námi í skattarétti, bjóða upp á sömu þjónustu í Sólinni, aðalrými skólans. Sömuleiðis er um árlegan viðburð að ræða en HR-ingar eru í samstarfi við KPMG og Arion Banka.

Báðir viðburðir standa yfir á milli klukkan 13 og 17. Fólk er hvatt til að taka með sér eftirfarandi gögn:

- Launamiða síðasta árs

- Lykilorð til að komast inn á heimabanka.

- Veflykil á rsk.is

- Gögn ef kaup og/eða sala á fasteign hefur átt sér stað á sl. ári.

- Gögn er varða kaup og/eða sölu og stöðu á verðbréfum í árslok.

HR-ingarnir sem taka fagnandi á móti gestum á laugardaginn.Mynd/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×