Lífið

Cafe Amsterdam kveður

Bjarki Ármannsson skrifar
Cafe Amsterdam verður líklega saknað af mörgum.
Cafe Amsterdam verður líklega saknað af mörgum. Vísir/Valli
Skemmtistaðurinn Cafe Amsterdam lokaði dyrum sínum í síðasta sinn aðfaranótt sunnudags en til stendur að opna nýjan skemmtistað í húsnæðinu við Hafnarstræti.

„Það verður eitthvað nýtt á sama stað,“ segir Ari Schröder, einn eigenda staðarins. „Hann var bara búinn að vera lengi og kominn tími á að breyta til.“

Cafe Amsterdam er einhver langlífasti skemmtistaður miðbæjarins í óbreyttri mynd, en Ari getur sjálfur ekki sagt til um hversu gamall nákvæmlega staðurinn er.

„Við erum búnir að vera með hann í sextán ár, hann var náttúrulega búinn að vera þarna lengi fyrir það,“ segir Ari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.