Lífið

Skapvond á tökustað

Ritstjórn Lífsins skrifar
Leikkonan Kristen Stewart er á djúskúr.
Leikkonan Kristen Stewart er á djúskúr. Vísir/Getty
Leikkonan Kristen Stewart er ekki sú vinsælasta á tökustað á myndinni Still Alice.

Tökur fara fram í New York en Stewart ku vera á djúskúr sem fer beint í skapið á leikkonunni. Frá þessu segir dagblaðið Star

„Kristen er ekki vinaleg á tökustað og upp á síðkastið hefur hún verið extra leiðinleg við fólki í kringum hana út af þessum djúskúr sem hún er á," segir heimildamaður blaðsins. „Um daginn öskraði hún á einn af tökuliðinu fyrir að borða venjulegan mat fyrir framan hana."

Meðleikarar Stewart í myndinni eru þau Julianne Moore, Alec Baldwin og Kate Bosworth en sú síðarnefnda ku hafa talað við leikkonuna um að róa sig í skapinu á meðan á tökum stendur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.