Lífið

Stinga saman nefjum á ný

Ritstjórn Lífsins skrifar
Nicole nýtur lífsins með ökuþórnum Hamilton.
Nicole nýtur lífsins með ökuþórnum Hamilton. Vísir/GettyImages
Söngfuglinn Nicole Scherzinger og Formúlu 1 ökuþórinn Lewis Hamilton eru farin að stinga saman nefjum á ný. 

Parið byrjaði fyrst saman árið 2006 og hafa verið að hætta og byrja saman síðan, nú síðast í fyrra. 

Upp á síðkastið hafa verið slúðursögur á kreiki um að þau væru aftur byrjuð að hittast og voru þær staðfestar er Hamilton birti mynd af parinu saman á Instagram. 

Heimildamaður The Sun segir að þau hafi byrjað aftur saman um jólin en  séu að taka þessu rólega og læra að þekkja hvort annað upp á nýtt. 

Ástæðan fyrir að þau hættu saman í fyrra var vinnuálag en Scherzinger hefur setið í dómarasætinu í breska X Factor og Hamilton ferðast um heiminn og keppir í Formúlu 1. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.