Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 22:31 Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum alla vetur og Vestfirðingar þurfa að glíma við í sínum daglegum störfum. Þessum samgönguerfiðleikum var lýst á myndrænan hátt í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða í Mjólkárvirkjun eru meðal þeirra sem eiga hvað erfiðast með að komast til vinnu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar mánuðum saman og eina leiðin í virkjunina þessar vikurnar er að starfsmennirnir sigli á báti frá Bíldudal, segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri. Það virkar kannski einfalt að aka frá Þingeyri 33 kílómetra í botn Arnarfjarðar en þegar vegirnir eru ófærir, eins og verið hefur frá áramótum, þarf að taka 500 kílómetra aukakrók; um Djúp, Hólmavík, suðurfirðina og til Bíldudals og sigla svo 20 kílómetra með báti. Ástæðan er fannfergi á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, sem þýðir að þær gætu verið lokaðar fram á vor.Stundum er ekki hægt að opna heiðarnar fyrr en komið er fram á vor, eins og þegar þessi mynd var tekin af snjóblásara á Dynjandisheiði í maímánuði árið 1995.Mynd/Stöð 2.Starfsmenn Dýrfisks eru annað dæmi en þeir neyðast til að taka samskonar aukakrók milli starfsstöðva í Tálknafirði og Dýrafirði. Oddviti Tálknafjarðar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem við hittum á Ísafirði á leið á fund, er enn eitt dæmið um þessar ótrúlega erfiðu samgöngur innan Vestfjarða. Í stað þess að aka þjóðveginn beint til Ísafjarðar varð hún að taka áætlunarflug frá Bíldudal til Reykjavíkur og fljúga síðan þaðan til Ísafjarðar. „Ég fer að heiman á hádegi á sunnudegi til Reykjavíkur. Þaðan tek ég flug í morgun, á mánudagsmorgni, og sit fundinn. Flýg til Reykjavíkur í kvöld og svo aftur heim á þriðjudegi. Þannig að það fara þrír dagar í þennan eina fund hjá mér,” sagði Eyrún. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og vetrarvegur um Dynjandisheiði, er það sem Vestfirðingar hrópa á. Kristján orkubússtjóri er farinn að gera sér vonir um að hægt verði að aka í gegn árið 2018. Eyrún segir samgöngunar hafa versnað. Þegar hún flutti á Tálknafjörð fyrir 22 árum hafi samgöngurnar verið mun betri. Bæði var áætlunarflug milli Bíldudals og Ísafjarðar og einnig var hægt að fá far með strandferðaskipum milli fjarða. Tengdar fréttir Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. 30. júní 2013 18:45 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum alla vetur og Vestfirðingar þurfa að glíma við í sínum daglegum störfum. Þessum samgönguerfiðleikum var lýst á myndrænan hátt í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða í Mjólkárvirkjun eru meðal þeirra sem eiga hvað erfiðast með að komast til vinnu. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar mánuðum saman og eina leiðin í virkjunina þessar vikurnar er að starfsmennirnir sigli á báti frá Bíldudal, segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri. Það virkar kannski einfalt að aka frá Þingeyri 33 kílómetra í botn Arnarfjarðar en þegar vegirnir eru ófærir, eins og verið hefur frá áramótum, þarf að taka 500 kílómetra aukakrók; um Djúp, Hólmavík, suðurfirðina og til Bíldudals og sigla svo 20 kílómetra með báti. Ástæðan er fannfergi á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, sem þýðir að þær gætu verið lokaðar fram á vor.Stundum er ekki hægt að opna heiðarnar fyrr en komið er fram á vor, eins og þegar þessi mynd var tekin af snjóblásara á Dynjandisheiði í maímánuði árið 1995.Mynd/Stöð 2.Starfsmenn Dýrfisks eru annað dæmi en þeir neyðast til að taka samskonar aukakrók milli starfsstöðva í Tálknafirði og Dýrafirði. Oddviti Tálknafjarðar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem við hittum á Ísafirði á leið á fund, er enn eitt dæmið um þessar ótrúlega erfiðu samgöngur innan Vestfjarða. Í stað þess að aka þjóðveginn beint til Ísafjarðar varð hún að taka áætlunarflug frá Bíldudal til Reykjavíkur og fljúga síðan þaðan til Ísafjarðar. „Ég fer að heiman á hádegi á sunnudegi til Reykjavíkur. Þaðan tek ég flug í morgun, á mánudagsmorgni, og sit fundinn. Flýg til Reykjavíkur í kvöld og svo aftur heim á þriðjudegi. Þannig að það fara þrír dagar í þennan eina fund hjá mér,” sagði Eyrún. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og vetrarvegur um Dynjandisheiði, er það sem Vestfirðingar hrópa á. Kristján orkubússtjóri er farinn að gera sér vonir um að hægt verði að aka í gegn árið 2018. Eyrún segir samgöngunar hafa versnað. Þegar hún flutti á Tálknafjörð fyrir 22 árum hafi samgöngurnar verið mun betri. Bæði var áætlunarflug milli Bíldudals og Ísafjarðar og einnig var hægt að fá far með strandferðaskipum milli fjarða.
Tengdar fréttir Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. 30. júní 2013 18:45 Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. 30. júní 2013 18:45
Fiskeldismenn kalla eftir vegabótum á Vestfjörðum Milljarðauppbygging fiskeldis á Vestfjörðum kallar á stórfelldar vegabætur strax, segir framkvæmdastjóri Arnarlax. Vegirnir á Vestfjörðum séu einfaldlega ónýtir. Norskt fiskeldis- og matvinnslufyrirtæki er að flytja alla starfsemi sína frá Norður-Noregi til sunnaverðra Vestfjarða og hyggst byggja þar seiðaeldisstöð, laxasláturhús og fiskréttaverksmiðju í nafni Arnarlax. Náttúrulegar aðstæður í Arnarfirði þykja ákjósanlegar en annað gildir um innviði eins og vegi sem ráðamenn félagsins segja að verði að bæta. "Þetta er mjög einfalt mál. Vegirnir eru ónýtir. 16. mars 2013 21:23
Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45