Lífið

Lagerfeld hvetur til sjálfsmyndatöku

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Karl Lagerfeld hvetur viðskiptavina sína til sjálfmyndatöku.
Karl Lagerfeld hvetur viðskiptavina sína til sjálfmyndatöku. Vísir/Gettyimages
Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld hvetur viðskiptavini sína til að taka myndir af sjálfum sér í Chanel fatnaði og deila á samskiptamiðlum. 

Hönnuðurinn frægi hefur komið spjaldtölvum fyrir í mátunarklefum Chanel-búðarinnar í London þar sem viðskiptavinurinn getur smellt myndum af sér og deilt á vini og vandamenn. 

Lagerfeld fetar þarna ótroðnar slóðir í markaðsetningu með því að nýta sér sjálfsmyndaæðið sem hefur tröllriðið samskiptamiðlana undanfarið.

Líklegt er þó að einhver tímamörk séu á myndatökunum í mátunarklefum búðarinnar til að koma í veg fyrir myndun langra biðraða. Hver vill ekki eiga mynd af sér í Chanel?










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.