Lífið

Brögðuðu hvor á öðrum

Bubbi bragðar á Stóra Bó og Bó bragðar á Morthens
Bubbi bragðar á Stóra Bó og Bó bragðar á Morthens
Tónlistarmennirnir Bubbi Morthens og Björgvin Halldórsson hittust í hádeginu í dag á Hamborgarafabrikkunni og brögðuðu þar hvor á öðrum, ef svo mætti að orði komast.

Bubbi fékk borgara sem ber nafnið Stóri Bó og Björgvin fékk sér borgara sem ber nafnið Morthens.

Þar ræddu þeir heimsmálin og sameiginlega tónleika sem fram fara 4. og 5. apríl í Hörpu ásamt hljómsveit. Kynnir á tónleikunum verður hinn vinsæli Ari Eldjárn. Miðasala fer fram á miði.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.