Lífið

Coppola leikstýrir Litlu hafmeyjunni

Ritstjórn Lífsins skrifar
Sofia Coppola kannski að leikstýra mynd um Litlu hafmeyjuna.
Sofia Coppola kannski að leikstýra mynd um Litlu hafmeyjuna. Vísir/Gettyimages


Leikstjórinn Sofia Coppola er í viðræðum um að leikstýra mynd byggðri á ævintýrinu um Litlu Hafmeyjuna

Myndin hefur verið í burðarliðnum lengi og var leikstjórinn Jo Wright lengi orðaður við verkefnið. 

Um ævintýramynd fyrir unga áhorfendur er að ræða og því ansi langt frá fyrri verkefnum Coppola eins og myndinni Lost in Translation og nú síðast The Bling Ring sem skartaði leikkonunni Emmu Watson í aðalhlutverki.   



Verði myndin að veruleika er þetta önnur myndin sem byggð væri á teiknimynd sem er í bígerð en Warner Bros eru færa söguna um frumskógarstrákinn Móglí, Jungle Book, á hvíta tjaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.