Lífið

Mickey Rourke dekrar kærustuna

Mickey Rourke og Anastassija Makarenko.
Mickey Rourke og Anastassija Makarenko.
Með sitt grófa útlit er hinn 61 árs, Mickey Rourke orðinn nánast óþekkjanlegur eftir fjöldann allan af lýtaaðgerðum.  

Leikarinn sást fyrir skömmu í West Hollywood þar sem hann  eyddi gæðastund með rússnesku kærustunni sinni, Anastassija Makarenko.  Þá kom hann við á Shamrock Tattoo húðflúrastofunni og bætti í safnið sitt en einnig verslaði hann skartgripi fyrir elskuna sína.

Þrátt fyrir rúmlega þrjátíu ára aldursmun hefur parið nú verið saman í fjögur ár en hin fagra Makarenko starfar sem fyrirsæta og hefur einnig leikið rússneska fyrirsætu í kvikmynd Bruce Willis, A Good Day To Die Hard. 



Rourke sýnir gjarnan sínar mjúku hliðar í návist kærustunnar sinnar þó hann sé þekktur fyrir miklar skapsveiflur.

Kærustuparið í göngutúr um borgina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.