Lífið

Enn þá erfitt að sleppa sígarettum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell prýðir forsíðu tímaritsins Shape og talar mikið um hvað það hefur reynst henni erfitt að hætta að reykja.

„Fólk sagði mér að það væri erfiðara að hætta að reykja en að hætta að drekka áfengi,“ segir fyrirsætan sem hætti að drekka fyrir mörgum árum.

„Ég trúði því ekki en vitið þið hvað? Það er erfiðara. Þetta er enn barátta. Mig reyndar langar í sígarettu núna fyrst við erum að tala um þetta þannig að við skulum hætta því! En ég reyni mitt besta.“

Í jógastellingu.
Hætt að reykja og drekka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.