Lífið

Fékk risastóran trúlofunarhring frá unnustanum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tískutvíburinn Mary-Kate Olsen, 27 ára, fékk sér göngutúr í New York í gær og sýndi trúlofunarhringinn sem hún fékk frá unnusta sínum, bankamanninum Olivier Sarkozy, 44 ára.

Tvíburasystir hennar Ashley var með í för en það var hringurinn sem stal senunni enda afar glæsilegur.

Það fékkst staðfest í síðustu viku að Mary-Kate og Olivier væru búin að trúlofa sig en þau opinberuðu samband sitt árið 2012.

Mary-Kate hefur aldrei verið gift en Olivier var áður kvæntur Charlotte Bernand. Saman eiga þau tvö börn, Julien, tólf ára, og Margo, tíu ára.


Tengdar fréttir

Trúlofuð bankamanninum

Mary-Kate Olsen og Olivier Sarkozy ætla að gifta sig í nánustu framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.