Lífið

Trúlofuð bankamanninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tískutvíburinn Mary-Kate Olsen, 27 ára, er búin að trúlofast kærasta sínum til tveggja ára, franska bankamanninum Olivier Sarkozy, 44 ára.

Mary-Kate og Olivier sáust fyrst opinberlega saman árið 2012 og síðan þá hafa þau verið tíðir gestir á körfuboltaleiki í New York þar sem þau búa.

Olivier, sem er hálfbróðir fyrrverandi Frakklandsforseta Nicolas Sarkozy, var kvæntur Charlotte Bernard áður og á með henni tvö börn, Julien, tólf ára og Margo, tíu ára. Mary-Kate hefur hins vegar aldrei gengið upp að altarinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.