Íslenski boltinn

Stór dagur fyrir íslensku fótboltafélögin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Stefán
Fimmtudagurinn 20. febrúar er stór dagur fyrir íslensku fótboltafélögin en þau þurfa þá að skila fjárhagsgögnum í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þetta eru þau félög sem undirgangast leyfiskerfið, sem eru félög í efstu tveimur deildum karla. Umrædd 24 félög þurfa að skila til leyfisstjórnar ársreikningum sínum og öðrum fylgigögnum.

Meðal þeirra gagna sem skilað er nú eru sem fyrr greinir ársreikningar félaganna, staðfestir af stjórn viðkomandi félags og með viðeigandi áritun endurskoðanda (full áritun í Pepsi-deild og könnunaráritun í 1. deild), auk sundurliðana samkvæmt kröfum leyfiskerfisins.  

Auk þess er ýmsum fylgigögnum skilað, s.s. staðfestingum á engum vanskilum vegna félagaskipta, eða vegna greiðslna til leikmanna og þjálfara.

Með því að smella hér má sjá frétt KSÍ þar sem koma meðal annars fram viðmiðunarreglur um fjárhagsstöðu félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×