Heimastúlkan kom öllum á óvart og vann listhlaupið | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2014 19:17 Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30