Heimastúlkan kom öllum á óvart og vann listhlaupið | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2014 19:17 Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30