Innlent

Íslensk ljósmynd í National Geographic

Baldvin Þormóðsson skrifar
Þennan magnaða íshelli er að finna í sunnanverðum Vatnajökli.
Þennan magnaða íshelli er að finna í sunnanverðum Vatnajökli.
Heimasíða National Geographic birti á dögunum ljósmynd eftir íslenska ljósmyndarann Vilhelm Gunnarsson, en hann er ljósmyndari hjá Fréttablaðinu og Vísi.

„Ég gef vanalega ekki myndir en ég hugsaði mér að þetta gæti orðið góð auglýsing,“ segir Vilhelm.

„Þetta er reyndar ekki sú fyrsta sem birtist. Þeir hafa áður birt myndir eftir mig á vefnum, en þá hafa þær verið keyptar af erlendum fréttaveitum.“

Auðvelt er að taka undir orð Vilhelms að um góða auglýsingu sé að ræða en það hafa ríflega 37 þúsund manns líkað við myndina á heimasíðu National Geographic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×